27-08-2019

Miðasala hafin á Iceland Comedy Film Festival

Fjórða Gamanmyndahátiðin verður haldin dagana 19.-22. september á Flateyri. Hátíðin er án efa ein skemmtilegasta og fyndnasta kvikmyndahátíð landsins þar sem grín og gaman ræður ríkjum, hvort sem það eru fyndnar kvikmyndir, tónleikar, uppistand eða annað sem gaman er.

flateyri12.jpeg

Dagskráin í ár er sérstaklega vegleg og inniheldur meðal annars:

- Kvöldskemmtun með Tvíhöfða.
- Sveitaball með Á móti sól.
- Heiðurssýning á Stellu í Orlofi að viðstaddri Eddu Björgvins.
- Setning Lýðskóla Flateyrar.
- Fiskiveisla.
- Kaffihlaðborð Kvenfélagsins Brynju.
- Kvöldvaka Lýðskóla Flateyrar.
- Chaplin Tónleikasýning Tónlistarskóla Ísafjarðar.
- Yfir 30 gamanmyndir verða sýndar.
- 48 stunda Gamanmyndakeppni.
- Barna leiklistarsmiðja Borgarleikhússins.
- Barnasýning að viðstöddum leikurum.
- Jómfrúin með Pop-up veitingastað.
- Og svo mætti lengi telja.

Hægt er að kaupa hátíðararband í forsölu sem veitir góðan afslátt og forgang á eftirfarandi viðburði. (Ókeypis er á aðra viðburði hátíðarinnar, til að mynda á allar kvikmyndasýningar)

- Kvöldskemmtun með Tvíhöfða - (3,000 kr í hurð)
- Sveitaball með Á móti sól - (3,900 kr í hurð)
- Fiskiveisla Gamanmyndahátíðar - (2,500 kr í hurð)
- Kaffihlaðborð Kvenfélagsins - (2,000 kr í hurð) 

Hátíðararmbandið kostar aðeins 8,900 kr í forsölu á miði.is

Óvíst hvort að hægt verði að kaupa staka miða á Tvíhöfða og Á móti sól, en þeir verða þá aðeins seldir við hurð ef húsrúm leyfir. Því borgar sig að kaupa hátíðararband í forsölu til að tryggja sér miða á þessa stórkostlegu viðburði.

Iceland Comedy Film Festival er á Eyrarósarlistanum árið 2019 sem framúrskarandi menningarviðburður á landsbyggðinni.

Iceland Comedy Film Festival er styrkt veglega af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, Barnamenningarsjóði og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

dividing line news page.jpg
 
 

27-04-2019

Opið fyrir innsendingar Gamanmynda

Í dag opnaði fyrir umsóknir á næstu Gamanmyndahátíð Flateyrar sem fer fram dagana 19.-22. september árið 2019.
Hátíðin í ár verður í fyrsta sinn alþjóðleg og tekið við myndum frá öllum heimshornum, svo framalega sem þær séu fyndnar og skemmtilegar.

Opið er fyrir innsendingar í gegnum Filmfreeway og rennur umsóknarfersturinn út þann 1. ágúst 2019. Hægt er að senda inn jafnt gamlar sem nýjar myndir og meiga þær vera leiknar, heimildarmyndir, teiknimyndir eða bara eitthvað annað. - Þær verða bara að vera fyndnar.

Það kostar ekkert að senda inn íslenskar myndir
og hægt er að sækja um á Filmfreeway

Hlökkum til að sjá þig á fyndnustu kvikmyndahátíð Íslands.

Sjáumst á Flateyri.

 
 
 
gaman-logo2019-english.jpg