Flateyri

Þrátt fyrir að íbúar Flateyrar séu aðeins rétt um 150 talsins er ávalt mikið líf og fjör í þorpinu. Á sumrin fyllist þorpið af listamönnum og sumargestum og á veturna er rekinn vinsæll lýðháskóli, þar sem krakkar dvelja veturlangt á Flateyri og stunda jaðarsport og vetrarútivist eða gefa sköpunarkraftinum lausan taum.

Undanfarna öld hafa Flateyringar verið duglegir að sækja nálæg fiskimið og er þorpið klasískt sjávarþorp á Vestfjörðum. Þorpið tók að myndast fyrir tæplega 150 árum þegar ein stærsta hvalveiðistöð heims var starfrækt á Flateyri. Fyrir aldamótin 1900 var Flateyri ein tekjumesta útflutningshöfn Íslands. Í dag byggja flestir íbúar Flateyrar sína afkomu á fiskveiðum eða tengdum greinum.

Árið 1995 féll mikið snjóflóð á Flateyri sem var 20 manns að bana, slíkt var skiljanlega mikið áfall fyrir ekki stærra byggðarlag. Í dag standa einu stærstu snjóflóðavarnargarðar heims fyrir ofan þorpið. Þrátt fyrir mikil áföll einkennist þorpið á Flateyri af gleði og æðruleysi. Samfélagið á Flateyri er þétt og þjónustustigið hátt, þrátt fyrir fámennið. Á Flateyri og í Önundarfirði öllum eru fimm kaffihús og veitingastaðir. Þar er rekin elsta upprunlega verslun landsins auk þess sem þar er hægt að skoða alþjóðlegt dúkkusafn og fræðast um harðfiskgerð. 

Flateyri og fjörðurinn allur er frábært útuvistasvæði. Það er fjöldinn allur af skemmtilegum gönguleiðum víðsvegar um fjörðin og upp á hæðsti tinda með mögnuðu útsýni. Fuglalíf er fjölbreytt og skemmtilegt, þá má iðulega sjá hvali og seli synda um fjörðinn og hægt að komast í náin kynni við þá á kayak og bátum.

Hvar skal borða, sofa og skemmta sér á Flateyri