48 Stunda Gamanmyndakeppni

Á Gamanmyndahátíðinni í ár verður keppt í gamanmyndagerð, þar sem liðin fá 48 klst. til að fullgera gamanmynd frá hugmynd að frumsýningu. Það hafa verið haldnar 48 stunda kvikmyndakeppnir víða um heim, en nú verður hún haldin í fyrsta sinn á Íslandi, á Iceland Comedy Film Festival, þar sem húmor og gleði mun ráða ríkjum.

Fyrirkomulagið er eftirfarandi.

Liðin skulu skipuð þremur þátttakendum, hvert lið fær ókeypis gistingu fyrir þrjá á Flateyri og þrjú hátíðararmbönd á Gamanmyndahátíðina. (Liðum er þó heimilt að styðjast við fleiri aðstoðarmenn og leikara.)

Á miðvikudaginn 18. september verður Arnór Pálmi, leiðbeinandi keppninnar, með örnámskeið í gamanmyndagerð, að því loknu verður þema ársins kynnt og klukkan byrjar að telja niður.

Fullkláruðum gamanmyndum þarf að skila inn föstudagskvöldið 20. september. Arnór Pálmi verður liðunum innan handar bæði varðandi handritsgerð, tökur og klippingu á meðan á ferlinu stendur.

Liðin þurfa sjálf að útvega sér tökubúnað en mögulegt verður að komast í klippitölvur Lýðskóla Flateyrar.

Myndirnar verða að því loknu sýndar á Gamanmyndahátíðinni þar sem fyndnasta 48 stunda gamanmyndin verður verðlaunuð.
Til að sækja um þátttöku þarf að fylla út umsóknarformið hér að neðan. Umsóknarfrestur er til 5. september.

Allar frekari upplýsingar veitir Eyþór í netfanginu jovinsson@icelandcomedyfilmfestival.com

Arnór Pálmi er einn fyndasti leikstjóri landsins. Hann hefur leikstýrt áramótaskaupinu seinustu tvö ár ásamt Ligeglad og Hæ gosa.

Umsóknarform fyrir 48 stunda gamanmyndakeppni

Meðlimir liðs
Liðið mætir með tökubúnað
Liðið mætir með klippitölvu
Liðið þarf gistingu á Flateyri
Tengiliður liðs